
Flugþjóðin Ísland
Í gegnum árin hefur flugsýning á Reykjavíkurflugvelli vakið mikla eftirtekt. Mikill mannfjöldi hefur mætt til þess að sjá bæði gamlar og nýjar flugvélar. Á lofti hafa helstu vélar landsins sýnt listir sínar en jafnframt höfum við fengið góða gesti til þess að taka þátt í hátíðinni með okkur.
Flugsýning á Reykjavíkurflugvelli hefur komið í staðinn fyrir safn eða í það minnsta viðurkenningu á mikilvægi flugs í höfuðborg landsins. Á flugsýningunni má með lifandi hætti sjá þann drifkraft og orku sem liggur í grasrót flugs á Íslandi. Á henni virðum við söguna, hið liðna, fögnum núinu og undirbúum framtíðina með því að vekja áhuga hjá komandi kynslóðum.
Þeir erlendu gestir sem hafa komið hafa furðað sig á fjölbreytni og þeim drifkrafti sem einkennir íslenskt flugsamfélagi. Af því erum við stolt.
Verið velkomin á Flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli þar sem flugsamfélagið kemur saman til að sýna sig og sjá aðra.
Góða skemmtun!
Matthías Sveinbjörnsson
Forseti
Staðsetning
Reykjavíkurflugvöllur
Nauthólsvegur
Reykjavík
Ísland
Dagsetning
8. júní 2024
12:00 - 16:00
aðgangseyrir
FRÍTT
dagskrá
Tímasett dagskrá verður birt á sýningardag en sýningarsvæðið opnar kl 12:00 og flugsýningin sjálf hefst kl 13:00.
Viltu taka þátt?
Hafðu samand við okkur ef þú vilt sýna vélina þina á sýningarsvæðinu eða taka þátt í flugsýningaratriðum..
stjorn@flugmal.is
fyrri flugsýningar
Seeing is believing.
aðalstyrktaraðili
Styrktaraðilar flugsýningarinnar gera okkur kleift að halda hana.
Samstarfsaðilar
Viltu vera styrktaraðili? Hafðu samband stjorn@flugmal.is

bílastæði
Bílastæði eru víða í nágrenni sýningarsvæðisins. Gestir er hvattir til þess að mæta snemma til að tryggja sér stæði.
Vinsamlegast leggjið ekki utan þessara svæða til þess að tryggja gott aðgengi og flæði umferðar.